top of page

AÐ SKAPA FJÖLHÆFA OG STERKA DANSARA

ER OKKAR MARKMIÐ

DansKompaní er listdansskóli staðsettur í Reykjanesbæ með kennslu frá september til maí ár hvert ásamt því að halda styttri sumarnámskeið fyrir dansþyrsta nemendur. DansKompaní var starfræktur í formi námskeiða frá árinu 2002-2009 í Reykjanesbæ, Akureyri og í Reykjavík en er með fast aðsetur í Reykjanesbæ frá árinu 2010. 

 

Ásta Bærings er stofnandi og fyrrverandi skólastjóri DansKompaní. Helga Ásta tók við skólanum í desember 2013 og er núverandi eigandi og skólastjóri.

DansKompaní er með nemendur frá öllum bæjarfélögum Reykjaness ásamt höfuðborgarsvæðinu enda samgönguleiðir þægilegar niður að Brekkustíg 40 frá Reykjanesbrautinni.

Sýningar eru mikilvægur hluti af dansnáminu og taka allir nemendur í skólanum þátt í hátíðarsýningu sem og vorsýningu í lok skólaársins. Auk þess fá nemendur tækifæri á að taka þátt í ýmsum uppákomum yfir veturinn sem veitir þeim tækifæri til að öðlast meiri sviðs- og sýningarreynslu. Skólaárið er frá byrjun september til byrjun maí og skiptist í tvær annari, haustönn og vorönn. Námsgjöld eru miðuð við eina önn.

Skólinn okkar

DANSNÁMIÐ

VIÐ BJÓÐUM UPP Á VANDAÐ DANSNÁM FYRIR 2-20+ ÁRA

VERTU MEÐ OKKUR Í VETUR !

bottom of page