top of page

AÐ SKAPA FJÖLHÆFA OG STERKA DANSARA

ER OKKAR MARKMIÐ

DansKompaní er dansskóli staðsettur í Keflavík með kennslu frá september til maí ár hvert ásamt því að halda styttri sumarnámskeið fyrir dansþyrsta nemendur. DansKompaní hefur verið starfræktur í formi námskeiða frá árinu 2002 í Keflavík, Akureyri og í Reykjavík en er nú komin með fasta aðsetur í Keflavík.

 

Ásta Bærings er stofnandi og fyrrverandi skólastjóri DansKompaní. Helga Ásta tók við skólanum í janúar 2014 og er núverandi eigandi og skólastjóri.

DansKompaní er með nemendur frá öllum bæjarfélögum Reykjaness enda samgönguleiðir þægilegar niður að Brekkustíg 40-42 frá Reykjanesbrautinni.

Sýningar eru mikilvægur hluti af dansnáminu og taka allir nemendur í skólanum þátt í jólasýningu sem og stærri vorsýningu í lok skólaársins. Auk þess fá nemendur tækifæri á að taka þátt í ýmsum uppákomum yfir veturinn sem veitir þeim tækifæri til að öðlast meiri sviðs- og sýningarreynslu. Skólaárið er frá byrjun september til byrjun maí og skiptist í tvær annari, haustönn og vorönn. Námsgjöld eru miðuð við eina önn.

Skólinn okkar

DANSNÁMIÐ

VIÐ BJÓÐUM UPP Á VANDAÐ DANSNÁM FYRIR 2-20+ ÁRA

VERTU MEÐ OKKUR Í VETUR !

bottom of page