![](https://static.wixstatic.com/media/43f038_d0952ca240da492b86077a6f5fe0726a~mv2_d_2000_1333_s_2.jpg/v1/fill/w_1920,h_1280,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/43f038_d0952ca240da492b86077a6f5fe0726a~mv2_d_2000_1333_s_2.jpg)
DANSNÁMIÐ
Fagmennska, metnaður, reynsla og vellíðan nemanda okkar hefur verið í forgrunni í þau bráðum 15 ár sem skólinn hefur verið starfræktur
![](https://static.wixstatic.com/media/e033acade1ee4e578f33700e212e7c06.jpg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/e033acade1ee4e578f33700e212e7c06.jpg)
Uppbygging dansnámsins
ALLIR NEMENDUR SKÓLANS STUNDA NÁM Í HEIMAHÓPUM. ÞEIR ERU EFTIRFARANDI
Valtímar
VILTU ÆFA OFTAR Í VIKU?
KOMDU ÞÁ Í VALTÍMA!
OKKAR MARKMIÐ ER AÐ SKAPA FJÖLHÆFA DANSARA OG LEGGJUM VIÐ ÞVÍ MIKIÐ UPPÚR ÞVÍ AÐ VERA MEÐ GÓÐA OG FJÖLBREYTTA VALTÍMA FYRIR NEMENDUR 6 ÁRA OG ELDRI
VALTÍMAR ERU EINUNGIS FYRIR ÞÁ NEMENDUR SEM STUNDA NÁM Í HEIMAHÓP
HVER VALTÍMI ER KENNDUR 1X Í VIKU Í 11 VIKUR, ÓHÁÐ LENGD ANNAR
DANSNÁM Í DANSKOMPANÍ
Dansnám hjá DansKompaní er fyrir 4-20+ ára sem skiptist í tvær annir, haustönn frá sep-des og vorönn frá jan-maí. Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara dansnám í framtíðinni.
Í skólanum eru 19 hópar og leggur starfsfólk skólans mikinn metnað í að raða nemendum í hópa við hæfi hvers og eins.
Nemendur læra ýmsa dansstíla og tryggir framsetning námsins að hver nemandi geti valið sér þann dansstíl sem höfðar mest til nemandans. Allir æfa 2x í viku jazztækni og jazzdans og er það grunnurinn hjá DansKompaní. Hver nemandi getur þar að auki skráð sig í valtíma (11 tímar) eftir áhugasviði hvers og eins. Við hvetjum að sjálfsögðu nemendur til að taka sem flesta valtíma því kjarnamarkmið okkar er að móta og þjálfa upp fjölhæfa dansara – dansara sem veigrar sér ekki við að taka klassískan ballett eða rjúka í street skónna og taka hip hop dans eins og enginn sé morgundagurinn. Hjá DansKompaní er dansgleði og metnaður í fyrirrúmi