GREIÐSLUSKILMÁLAR
VOR- OG HAUSTANNIR

GREIÐSLUSKILMÁLAR

Skráningar í skólann fara nú eingöngu fram í gegnum skipulags- og samskiptaforritið Sportabler.

Allir nemendur greiða skráningar-/staðfestingargjald sem er óafturkræft og dregst frá heildarnámsgjöldum annarinnar. Þegar skráningar-/staðfestingargjaldið hefur verið greitt fær nemandi pláss í heimahóp. Nemandi má þá mæta í einn prufutíma í sínum heimahóp (ásamt valtíma ef við á) í fyrstu viku annarinnar. Þannig geta nemendur fundið út hvaða valtímar henta best. Skrá þarf nemanda í valtímann áður en mætt er. Ef nemandi er skráður eftir að önnin hefst eru prufutímarnir opnir í eina viku frá skráningu. 
Þegar nemandi hefur klárað sitt prufutímabil þarf að fullgreiða fyrir önnina.

Sportabler leggur kr.390 kostnað á greiðanda (skv. verðskrá þeirra í júlí 2022) ofan á alla greiðsluseðla sem sendir eru út í gegnum kerfið. 

Skólinn áskilur sér rétt til að meina nemanda aðgangi að danstíma ef námsgjöld eru ekki:

- greidd í gegnum Sportabler innan við 48 klst.eftir prufuviku

- greidd á eindaga 

- samið um greiðsludreifingu með Netgíró innan við 48 klst. eftir prufuviku.

 

AFSKRÁNING

Afskráning verður að berast innan við viku frá prufutíma. Afskráning skal berast á netfang skólans danskompani@danskompani.is.

Um leið og nemandi mætir í heimahóp eða valtíma númer tvö, eða segir ekki upp plássi sínu innan við viku frá prufutímbili tekur hann pláss í hópnum og þarf að fullgreiða alla önnina.

Dansnám DansKompaní er selt í önnum en ekki stökum tímum. Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nemandi mætir í fleiri en einn tíma, ef afskráning berst seinna en viku frá prufutímabili eða eftir lokun á breytingu á skráningu. Eftir lokun á breytingu á skráningu eru námsgjöld ekki endurgreidd og ekki tekið við neinum breytingum á skráningu eins og t.d. afskráningu í heimahóp/valtíma, breytingu á valtínum o.þ.h.

 

 

VALTÍMASKRÁNING

Nemendur fá sent skráningaeyðublað fyrir valtíma. Allir nemendur þurfa að vera skráðir í þá valtíma sem þeir mæta í. 

 

 

HVATAGREIÐSLUR 

Skólanum er ekki heimilt að endurgreiða hvatagreiðslur sem foreldrar hafa ráðstafað til skólans. Nánar um reglur vegna hvatagreiðslustyrks er að finna á heimasíðu bæjarfélaganna.