GREIÐSLUSKILMÁLAR

GREIÐSLUSEÐLAR

Námsgjöld skólans skal greiða í síðasta lagi á eindaga greiðsluseðils. 

Ef námsgjöld eru ekki greidd á eindaga áskilur skólinn sér rétt til að meina nemanda aðgangi að danstíma. 

 

NETGÍRÓ

Hægt er að dreifa námsgjöldum með Netgíró. Beiðni um greiðsludreifingu með Netgíró skal berast í gegnum tölvupóstfang skólans eða skráningarform á heimasíðu. Greiðandi þarf svo að hringja í afgreiðslu skólans stax í byrjun annar og ganga frá greiðslu. 

Ef ekki er gengið frá greiðslu fyrir nemanda innan við viku frá beiðni um greiðsludreifingu áskilur skólinn sér rétt til að meina nemanda aðgangi að danstíma. 

FRAMHALDSNEMAR

Allir framhaldsnemar mega mæta í einn frían prufuvaltíma áður en lokað er fyrir breytingu á skráningu. Þannig geta nemendur fundið út hvaða valtímar henta best. Afskráning verður að berast innan við viku frá prufutíma eða fyrir lokun á breytingu á skráningu – hvort heldur sem kemur fyrst. Afskráning skal berast á netfang skólans danskompani@danskompani.is

Um leið og nemandi mætir í valtíma númer tvö tekur hann pláss í hópnum og þarf að fullgreiða alla önnina.

 

Allir framhaldsnemendur greiða staðfestingargjald á haustönn sem er óafturkræft.

Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nemandi mætir í fyrsta heimahópstíma eða ef afskráning berst eftir lokun á breytingu á skráningu. Dansnám DansKompaní er selt í önnum en ekki stökum tímum.

 

 

NÝNEMAR

Allir nýnemar, sem fá pláss í skólanum, mega mæta í einn frían prufutíma í heimahóp sem og prufuvaltíma áður en lokað er fyrir breytingu á skráningu. Það á við um heimahóp og valtíma. Þannig geta nemendur fundið út hvaða valtímar henta best.

Um leið og nemandi mætir í tíma númer tvö tekur hann pláss í heimhópnum og valtíma (ef við á) og þarf að fullgreiða alla önnina. Afskráning verður að berast innan við viku frá prufutíma eða fyrir lokun á breytingu á skráningu – hvort heldur sem kemur fyrst. Afskráning skal berast á netfang skólans danskompani@danskompani.is

 

Dansnám DansKompaní er selt í önnum en ekki stökum tímum. Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nemandi mætir í fleiri en einn tíma eða ef afskráning berst eftir lokun á breytingu á skráningu.

​Síminn okkar er opinn

Mánudaga- fimmtudaga kl.14:30-18  

á meðan kennsla stendur yfir.

Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins.

Sími 773 7973
 

Tölvupóstur

danskompani@danskompani.is

  • Facebook - White Circle
  • YouTube - White Circle
  • Instagram - White Circle

Höfundaréttur ©2020 Dansnám slf. 

Dansnám slf. -  Brekkustíg 40  -  230 Reykjanesbær