GREIÐSLUSKILMÁLAR
VOR- OG HAUSTANNIR
SKRÁNING - SPORTABLER
Tekið er á móti skráningum í nám frá opnun skráningar og þar til fjórar kennsluvikur eru liðnar af önninni. Ef skráning berst eftir fyrstu viku annarinnar þarf að fullgreiða önnina og námsgjöld óafturkræf.
Skráningar í skólann fara nú eingöngu fram í gegnum skipulags- og samskiptaforritið Sportabler.
Sportabler leggur kr.390 kostnað á greiðanda (skv. verðskrá þeirra í júlí 2022) ofan á alla greiðsluseðla sem sendir eru út í gegnum kerfið.
Skólinn áskilur sér rétt til að meina nemanda aðgangi að danstíma ef námsgjöld eru ekki:
- greidd í gegnum Sportabler innan við 48 klst.eftir prufuviku
- greidd á eindaga
- samið um greiðsludreifingu með Netgíró innan við 48 klst. eftir prufuviku.
PRUFUTÍMAR
DansKompaní bíður upp á fría prufutíma í fyrstu viku haust- og vorannar. Nemandi þarf að vera skráður í skólann og búinn að fá pláss í heimahóp, og valtímum ef við á, áður en mætt er í prufutíma. Þannig geta nemendur fundið út hvaða valtímar henta best og hvort dansnám henti þeim yfir höfuð.
Eftir fyrstu viku annarinnar þarf að fullgreiða önnina eða semja um greiðsludreifingu áður en mætt er í tíma. Námsgjöld eru óafturkræf eftir fyrstu viku annarinnar. Ef nemandi vill ekki halda sínu plássi eftir prufuviku þarf að afskrá viðkomandi innan við 48 klst.frá auglýstri prufuviku. Sjá nánar í kaflanum “afskráning úr dansnámi/valtíma” í greiðsluskilmálum skólanum.
ATH! Hvatagreiðslur/frístundastyrkur er alltaf óafturkræfur. Sjá nánar í kaflanum um hvatagreiðslur/frístundastyrk í greiðsluskilmálum skólans.
AFSKRÁNING ÚR DANSNÁMI/VALTÍMA
Afskráning verður að berast innan við 48 klst frá auglýstri prufuviku. Afskráning skal berast á netfang skólans danskompani@danskompani.is.
Ef plássi nemanda er ekki sagt upp innan við 48 klst. frá auglýstri prufuviku tekur hann pláss í hópnum og þarf að fullgreiða alla önnina.
Dansnám DansKompaní er selt í önnum en ekki stökum tímum.
GREIÐSLUDREIFING - NETGÍRÓ
Hægt er að dreifa námsgjöldum með Netgíró. Beiðni um greiðsludreifingu með Netgíró skal berast í gegnum tölvupóstfang skólans eða skráningarform á heimasíðu. Starfsmaður skólans hringir svo í forráðamann nemanda til að klára greiðsluna símleiðis. Ef forráðamaður svarar ekki í símann er það á hans ábyrð að hringja til baka.
Ef ekki er gengið frá greiðslu fyrir nemanda innan við viku frá beiðni um greiðsludreifingu áskilur skólinn sér rétt til að meina nemanda aðgangi að danstíma.
VALTÍMASKRÁNING
Allir nemendur þurfa að vera skráðir í þá valtíma sem þeir mæta í. Framhaldsemendur fá sent skráningaeyðublað fyrir valtíma. Nýnemar skrá sig í valtíma í nýskráningu. Einnig er hægt að senda inn valtímaskráningu á tölvupóstfang skólans.
Ef breyta á valtímaskráningu nemenda (skrá í eða úr valtíma) eftir að önnin hefst þarf að senda tölvupóst á danskompani@danskompani.is.
HVATAGREIÐSLUR/FRÍSTUNDASTYRKUR
Skólanum er ekki heimilt að endurgreiða hvatagreiðslur sem foreldrar hafa ráðstafað til skólans. Nánar um reglur vegna hvatagreiðslustyrks er að finna á heimasíðu bæjarfélaganna.
Vinsamlegast hafðu samband við okkur á danskompani@danskompani.is ef þú vilt skrá þig/þitt barn fyrir prufuviku og vilt því ekki deila hvatagreiðslustyrknum strax. Pósturinn þarf að innihalda kennitölu nemanda og ósk um valtíma (ef við á).