HREKKJAVÖKUBALL
SKRÁNING
Við ætlum að hittast, allir A-hóparnir saman, og hafa gaman á Hrekkjavökuballi DansKompaní. Þetta verður búningapartí og við förum í ýmsa spennandi og skemmtilega leiki, hoppum í hoppukastala, förum í þrautabraut, fáum nammi og svala o.fl.
Með þessum hætti kynnumst við hópnum betur og allir fá tækifæri á að dansa og leika saman.
Það er mæting í DansKompaní kl.13:30 og gleðinni lýkur kl.14:45 sunnudaginn 3.nóvember.
Nemendur þurfa að koma með eftirfarandi með sér:
-
Kr.2.000 ,ATH enginn posi (f. drykk, nammi, hoppukastala, ýmsum hlutum í leikina, undirbúningi og stafsmenn á staðnum).
-
Það er gott að hafa með sér vatnsbrúsa til að geta gripið í
-
Góða skapið!
Skráning er nauðsynleg til þess að við gerum okkur grein fyrir mætingu og getum undirbúið viðburin sem best í samræmi við fjölda.
Ath! skráningu lýkur kl.22 fimmtudagskvöldið 31.október - greitt er við mætingu - Þetta verður svaka gaman:)