top of page
Golden Dust

Jólakúlan 2025

Screenshot 2025-11-07 at 17.15.35.png

Pöntun

Öflugur hópur foreldra hefur hafið sölu á DansKompaní jólakúlu en salan er fjáröflun fyrir dansdúk á gólfin okkar í skólanum.

Allar pantanir á jólakúlunni fara í gegnum pöntunarformið hér að neðan. Kúlurnar verða svo afhentar í byrjun desember.

​Jólakúlan kostar kr.3.500 stk.

hVAÐ ER DANSDÚKUR?

OG AF HVERJU ER HANN MIKILVÆGUR?

Í DansKompaní erum við svo heppin að hafa sérsmíðuð dansgólf með góðri dempun sem draga úr álagi á líkama dansara. Til að fullkomna aðstæður vantar okkur þó dansdúk sem er sérstakur vinyl­dúkir sem lagður er yfir dansgólfið.

 

Dansdúkurinn tryggir rétt viðnám þannig að gólfið verði hvorki of hálft né of gróft, sem er lykilatriði til að forðast meiðsli og styðja við eðlilegar hreyfingar í mismunandi dansstílum. Þetta skiptir máli þegar dansað er í sokkum, skóm eða á berum fótum.

 

Auk þess verndar dúkurinn gólfefnið undir, lengir endingu þess og auðveldar þrif og viðhald.

 

Fjáröflun fyrir dansdúk er því fjárfesting í öryggi, gæðum og framtíð DansKompaní. Með því að bæta dúknum við erum við að tryggja að nemendur okkar dansi á eins öruggu og faglegu gólfi og kostur er og að dansgleðin geti haldið áfram að blómstra í sem bestu aðstæðum.

Stagestep-dance-floor-Institute-of-the-Arts-Barcelona.jpg
bottom of page