
ÁHEYRNAPRUFUR
TEAM DANSKOMPANÍ 2023
Áheyrnarprufur
Laugardaginn 29.október munu verða haldnar áheyrnaprufur í DansKompaní fyrir forkeppni Dance World Cup 2023.
Danshöfundar liðsins munu fylgjast með prufunum og eftir hana velja nemendur sem fá að fara í íslensku undankeppnina í Borgarleikhúsinu, sem jafnframt er íslandsmeistarakeppnin í listdansi.
Tilkynning um niðurstöður prufunnar verður send á skráð tölvupóstfang forráðamanns og tilkynnum við því nemendum ekki beint um niðurstöður.
Öllum er velkomið að koma í prufurnar, sama hvort nemendur hafi áhuga á að taka þátt í undankeppninni eða vilji hreinlega koma í aukatíma á laugardegi og skemmta sér vel! :)
Það kostar ekkert að taka þátt í áheyrnarprufum.
Allir þátttakendur verða að skrá sig í prufurnar í skráningarforminu hér neðar á síðunni


Haldnar verða þrjár prufur
Kl.15:30-17:15 - Aldursflokkur Mini (börn fædd 2013-2016)
Kl.17:15-19 - Aldursflokkur Children (börn fædd 2009-2012)
Kl.19-20:45 - Aldursflokkur Junior og Senior (börn fædd 2008-1998)
Skráningu í prufurnar lýkur föstudaginn 28.október.


Söngprufur
Á Dance World Cup er keppt í ýmsum flokkum, m.a. flokkur sem heitir Song and Dance en Team DansKompaní hreppti bæði gull og sifuverðlaun í sumar í þeim flokki.
Haldnar verða söngprufur í öllum aldursflokkunum (ekki skilda) og hvetjum við alla til að taka þátt. Sungið verður í hóp. Hér að neðan má finna texta, undirspil og lagið sem sungið verður. Hvetjum nemendur til að læra textann utanað og mæta þannig vel undirbúin í prufuna. Við syngjum fyrstu 1 mín og 10 sek af laginu.
Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi upplýsingar ef þú/þitt barn hefur áhuga á að taka þátt í undankeppninni.
DansKompaní hefur verið boðið að taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistarakeppnina í dansi, Dance World Cup, sem haldin verður í Braga í Portúgal næsta sumar.
Undankeppnin: Undankeppnin verður haldin í Borgarleikhúsinu 20.febrúar 2023 (ath, það er mánudagur). Þeir nemendur sem komast áfram upp úr undankeppninni fara í íslenska landsliðið í dansi sem keppir fyrir okkar hönd í Portúgal sumarið 2023.
Gengi DansKompaní í þessari keppni hefur vægast sagt verið frábært. Mikill liðsandi hefur einkennt hópinn og hlökkum við mikið til að setja saman nýtt lið.
Haldinn verður kynningarfundur eftir að hópurinn hefur verið valinn þar sem við kynnum ferlið betur fyrir þátttakendum og svörum spurningum.
Í svona keppnum erlendis hefur tíðkast að hver skóli sendir atriði undir sínu nafni í keppnina, hvort sem um er að ræða einstaklingsatriði (sóló), dúett, tríó eða hópatriði, og er það í flestum tilfellum undir kennurum skólans að semja atriði fyrir nemendur sína eða í samvinnu við þá.
Mikilvægt er að athuga eftirfarandi atriði:
-
Allir nemendur í B, C, D og E hópum eru velkomnir í áheyrnarprufurnar um helgina. Kenndar verða skemmtilegar og krefjandi rútínur sem gaman er að glíma við, og því um að ræða skemmtilegt og uppbyggjandi umhverfi.
-
Danshöfundar liðsins munu fylgjast með prufunum og velja þá dansara sem munu fara fyrir hönd skólans í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið.
-
Þeir dansarar sem valdir verða þurfa að vera lausir í desember (5.-21.des), janúar og febrúar til að taka þátt í undankeppninni og vera tilbúinir að borga keppnisgjald Dance World Cup (við höfum ekki fengið staðfest hvert gjaldið er en það var á bilinu kr.3000-kr.5000 pr.atriði í fyrra).
-
Komist nemandi áfram úr undankeppninni í Heimsmeistarakeppnina sjálfa mun hann þurfa að taka þátt í fjáröflun í samvinnu við landsliðið sem myndað verður.
-
Komist nemandi áfram úr prufunum mun hann þurfa að læra og æfa atriði sem samið verður af kennurum skólans.
-
Verði nemandi valinn í DWC hóp DansKompaní þarf nemandi að mæta á aukaæfingar í samráði við kennara, auk þess að þurfa að gera heimaæfingar.
-
Danshöfundar raða niður í dansatriði og hópa og ákveða hverjir fá sóló (einstaklingsdans) og hverjir verða í dúett, tríó og hópdans.
-
Þáttöku í keppninni fylgir ákveðinn kostnaður (æfingar, búningar, keppnisgjöld o.þ.h.) sem reynt er þó að halda í lágmarki. Nánari upplýsingar um það verða gefnar þegar valið er í hópinn.
-
Sá sem er valinn getur þakkað fyrir en neitað þáttöku, treysti hún eða hann sér ekki til að keppa. Rætt verður við foreldra/forráðamenn um niðurstöðu prufunnar áður en rætt er við nemandann svo foreldrar geti tekið ákvörðun um hvað gera skal.
-
Valið er í nýtt lið ár hvert og hafa því allir jafnt tækifæri á að komast í liðið, sama hvort nemandi hafi áður komist í Team DansKompaní eða ekki.
-
Hátt í 400 nemendur æfa í DansKompaní og aðeins hluti þeirra sem mætir í prufurnar verða valdir. Þó ber að hafa í huga að þetta er góður lærdómur fyrir þá krakka sem ekki komast áfram að takast á við hvað gerist þegar við náum ekki markmiðinu okkar strax. Mikilvægt er fyrir foreldra þeirra barna að ræða við þau um stuðning við vini sína, liðsheild, hvatningu og það að gefast aldrei upp heldur líta á björtu hliðarnar, vinna vel í tímum og reyna aftur á næsta ári. Einnig er mikilvægt fyrir foreldra þeirra barna sem komast áfram að ræða við þau um hógværð, liðsheild, að hætta ekki að æfa þó svo maður nái ákveðnu markmiði og að styðja alltaf vini sína.
-
DansKompaní áskilur sér þann rétt að velja engan nemanda, teljum við að þeir séu ekki tilbúnir að keppa.
Verið er að leita að dansara sem:
-
Sýnir mikinn metnað, aga og áhuga
-
Þáttaka í undankeppninni hefur í för með sér aukaæfingar, miklar heimaæfingar og hugrekki til að standa á sviði fyrir framan fjölda fólks.
-
-
Dansar af mikilli nákvæmni og tækni
-
Nýtur sín á sviðinu og sýnir persónuleikann sinn
Gæti átt möguleika á því að komast á heimsmeistaramótið fyrir hönd DansKopmaní sumarið 2023 og þyrfti þá að vera laus til að keppa í undankeppninni í Borgarleikhúsinu 20.febrúar 2023 sem og í aðalkeppninni í Portúgal 30.júní-8.júlí 2023, komi til þess.