

SÖNGLEIKJAKÓR

SÖNGLEIKJAKÓR
BREYTT FYRIRKOMULAG!
Finnst þér gaman að syngja og langar að læra meira um söng og raddbeitingu?
Þá er söngleikjakórinn fullkominn fyrir þig!
Í kórnum leggjum við megináherslu á söng og túlkun þar sem krafturinn í söngleikjatónlistinni fær að njóta sín. Við syngjum fjölbreytt lög og leggjum áherslu á bæði einlægan flutning og gleðina við að syngja saman í hópi.
Tíminn hentar öllum sem vilja efla raddbeitingu, tjáningu og tónlistarfærni, hvort sem þú ert vanur söngvari eða að stíga fyrstu skrefin. Með fjölbreyttum æfingum og fallegum samröddum byggjum við upp sjálfstraust og sönggleði, og ekki síst frábæran hópanda.
Kórinn er kjörinn fyrir alla sem elska að syngja og vilja sameina söng, sköpun og ánægju í hverjum tíma.
Í Söngleikjakórnum lærum við
-
undirstöðuatriðin í söng og dans
-
tjáningu í gegnum söng og framkomu
-
ásamt því að styrkja og efla sjálfstraustið okkar og hafa gaman saman.
DansKompaní hefur unnið þó nokkra heimsmeistaratitla í flokknum Song and dance og höfum við því ákveðið setja meiri áherslu á sönginn í Söngleikjakórnum.