Klassískur ballett er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja ná góðri undirstöðu í nánast öllum dansstílum.

Grunnorðaforði klassísks balletts verður kynntur. Farið er í líkamsstöðu, samhæfingu hreyfingar og tónlistar, líkamsbeitingu og lengingar.

 

Markmið tímanna er að nemendur kynnist grunni klassíska ballettsins til þess að geta notað hann í öllu sínu dansnámi ásamt því að auka sjálfsaga og þróa með sér dansgleði.

Alvöru áskorun fyrir alla dansara!


Vegna mikilla vinsælda Ballettvaltímans okkar höfum við ákveðið að bæta við auka balletttíma í töfluna! 


Í þessum tímum verður talað minna og dansað meira! Gerður verður heill balletttími þar sem áhersla er á að njóta sín og tengja saman spor sem nemendur hafa lært.


Eldri nemendur fá tækifæri til þess að æfa sig í hreyfiorðaforða sem þau kunna og þjálfa flæði og dansgleði, meðan yngri nemendur fá að reyna á sig og læra eitthvað nýtt í stuðningsríku umhverfi :)

Sækja þarf sérstaklega um að fara í auka balletttíma, í gegnum tölvupóstfang skólans.

Klæðnaður í tíma

- Stúlkur eru í bleikum (húðlituðum) ballettskóm. Strákar í svörtum

- Stúlkur þurfa að eiga ballett sokkabuxur eða ljósar þröngar leggins. Strákar þurfa að eiga svartar leggins eða stuttbuxur

- Svartur ballettbolur 

- Allir nemendur mæta með snyrtilegt hár, stúlkur með vel greiddan ballettsnúð

Þessi tími er fyrir nemendur í

C - Hópum

D - Hópum

E - Hópum

​Síminn okkar er opinn

Mánudaga- fimmtudaga kl.14:30-18  

á meðan kennsla stendur yfir.

Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins.

Sími 773 7973
 

Tölvupóstur

danskompani@danskompani.is

  • Facebook - White Circle
  • YouTube - White Circle
  • Instagram - White Circle

Höfundaréttur ©2020 Dansnám slf. 

Dansnám slf. -  Brekkustíg 40  -  230 Reykjanesbær