top of page

BALLETT

BALLETT

Klassískur ballett er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja ná góðri undirstöðu í nánast öllum dansstílum.

Grunnorðaforði klassísks balletts verður kynntur. Farið er í líkamsstöðu, samhæfingu hreyfingar og tónlistar, líkamsbeitingu og lengingar.

 

Markmið tímanna er að nemendur kynnist grunni klassíska ballettsins til þess að geta notað hann í öllu sínu dansnámi ásamt því að auka sjálfsaga og þróa með sér dansgleði.

Klæðnaður í tíma

- Stúlkur eru í bleikum (húðlituðum) ballettskóm. Strákar í svörtum

- Stúlkur þurfa að eiga ballett sokkabuxur eða ljósar þröngar leggins. Strákar þurfa að eiga svartar leggins eða stuttbuxur

- Svartur ballettbolur 

- Allir nemendur mæta með snyrtilegt hár, stúlkur með vel greiddan ballettsnúð

Þessi tími er fyrir nemendur í

C - Hópum

D - Hópum

E - Hópum

bottom of page