



Fim
fIT
FimFit er fullkominn tími fyrir þá sem vilja bæta þol, styrk og nákvæmni ásamt því að skemmta sér konunglega! Í tímunum gera nemendur krefjandi æfingar sem nýtast þeim í dansinum, svo sem til að gera kraftmeiri stökk, þéttari hringi eða hærri fótlyftur.
Áhersla er lögð á kjarnavöðva líkamans (vöðva sem styrkja líkamsstöðu og hjálpa okkur að gera pirouette-a og fleira!) ásamt því að við gerum æfingar fyrir handstöður og handahlaup.
Mikil áhersla er lögð á jákvætt andrúmsloft, vingjarnlegt umhverfi, sjálfsást og samvinnu :)

Klæðnaður í tíma
- Nemendur eru á tánum
- Þröngar buxur/leggings
- Þröngur bolur
- Ef nemandi er með sítt hár verður að taka það upp frá andliti
- Vatnsbrúsi og góða skapið!
