RÁÐSTAFANIR VEGNA COVID 19

FORELDRAR

- Ekki er hægt að tryggja reglur um fjarlægðartakmörk innan skólans og biðjum við því foreldra um að koma ekki inn í skólann.

 - Undantekning á þessari reglu er fyrir foreldra yngstu nemenda skólans. Þeir foreldrar verða að vera með grímu, virða fjarlægðarmörk og vera eingöngu inn í skólanum ef barnið þarf á því að halda. Einnig biðjum við þá foreldra um að koma ekki inn í skólann fyrr en 5 mín. áður en kennslustund hefst.

- Kennarar yngstu hópa, 2-7 ára, taka á móti nemendum fyrir utan skólann 10 mínútum fyrir sinn tíma.

 

NEMENDUR

- Nemendur þurfa að þvo sér með sápu og sótthreinsa hendur fyrir og eftir hvern danstíma.

- Við biðjum nemendur um að mæta í æfingafatnaði og nota því búningaaðstöðu sem allra minnst.

- Vinsamlegast mætið ekki fyrr en 10 mín. fyrir ykkar tíma og farið heim ekki seinna en 10 mín. eftir ykkar tíma

- Nemendur fæddir 2004 og fyrr (16 ára og eldri) þurfa að vera með grímu í alrými skólans. Nemendum er ekki skylt að æfa með grímu þó það sé vissulega í lagi ef nemandi kýs það.

- Við biðjum nemendur með flensueinkenni að halda sig heima.

- Ef fjölskyldumeðlimur er með flensueinkenni, í sóttkví eða í einangrum viljum við biðja nemanda að halda sig heima.

 

SAMSKIPTI

Það verður eingöngu hægt að tala við afgreiðslu skólans í gegnum tölvupóst, síma eða skilaboð á Facebook síðu skólans. 

Starfsmaður, sem verður á staðnum í byrjun annar, er þar eingöngu til að aðstoða hjá yngri hópum ef þörf krefur.
Þar sem almenn afgreiðsla verður ekki í skólanum munum við setja meiri mannskap í að sjá um tölvupóst og síma skólans svo að foreldrar og nemendur fái skjót svör.

 

Tölvupóstur
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir, skráningar og afskráningar á tölvupóstfangið okkar.
danskompani@danskompani.is

Síminn
Við hvetjum þig til að hringja í okkur ef fyrirspurnin þolir ekki sólarhrings bið. Við erum að fá nýtt símanúmer á næstunni, þangað til getið þið náð í okkur í síma 773-7973.

Opnunartími móttöku er kl.14-18 mánudag-fimmtudags.
Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins. 

​Síminn okkar er opinn

Mánudaga- fimmtudaga kl.14:30-18  

á meðan kennsla stendur yfir.

Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins.

Sími 773 7973
 

Tölvupóstur

danskompani@danskompani.is

  • Facebook - White Circle
  • YouTube - White Circle
  • Instagram - White Circle

Höfundaréttur ©2020 Dansnám slf. 

Dansnám slf. -  Brekkustíg 40  -  230 Reykjanesbær