top of page

S T E P S 

2 0 1 8

Innanhússdanskeppni DansKompaní er árlegur viðburður og er haldin í nóvember. Keppnin er fyrir alla nemendur í C og D, stráka og stelpur, og hlökkum við til að sjá sem flesta taka þátt.

 

Veitt verða flott verðlaun fyrir 1.-3. sæti ásamt því að allir fá þátttökuverðlaun.

Keppendur sjá um allt sjálfir, semja atriði, hanna búninga, velja tónlist.
Það er alveg ógleymanleg minning að taka þátt!

UM KEPPNINA

Haustið 2018 verður keppnin haldin þann 17 nóvember kl.14:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja (gegnið inn frá Sunnubraut, íþróttahús megin). Aðgangseyrir er kr.1000. 

Skráningu lýkur 9.nóv og skila keppendur inn tónlist sinni í seinasta lagi miðvikudaginn 14.nóvember. Hægt er að skila henni inn í afgreiðslu DansKompaní milli kl.14-18 (mán-fim) eða senda í tölvupósti á danskompani@danskompani.is. Taka þarf fram á hvaða sekúndu lagið á að byrja og stoppa.

Nemendur sem taka þátt í æfingakeppni (B hópar, 6-9 ára) mæta kl.10:30 og fá að renna atriðinu sínu yfir á sviði. Nemendur í C hópum (10-12 ára) mæta kl.11:00 og nemendur í D hópum mæta kl.11:30.
Allir fá að renna sínu atriði yfir á sviði.


Nemendum er heimilt að fara heim eftir æfinguna eða bíða og vera þá með nesti en verða að vera mættir aftur í síðasta lagi kl.13:30!

Sjá upplýsingar um lengd atriða o.fl. hér að neðan

DANSKEPPNI

10-12 ÁRA

13-15 ÁRA

  • Keppt er í einstaklings- og hópakeppni
    (nemandi má keppa bæði í einstaklings- og hópakeppni)

  • Í hópakeppni eru 2-6 manns saman í hóp

  • Nemendur mega vera úr sitthvorum hópnum, t.d. 2 úr D1 og 2 úr D3

  • Atriði skal vera frumsamið af nemendum

  • 10-12 ára: Atriði skal vera 1,5-2 mín að lengd

  • 13-15 ára: Atriði skal vera 2-3 mín að lengd

  • Keppnisgjald er kr.1000 og skal greiðast í afgreiðslu DansKompaní við skráningu

ÆFINGAKEPPNI

6-9 ÁRA

  • 1-4 nemendur sýna atriði

  • Atriði skal vera frumsamið af nemendum

  • Atriði skal vera 1-1,5 mín að lengd

  • Keppnisgjald er kr.1000 og skal greiðast í afgreiðslu DansKompaní við skráningu

DÓMARAR DÆMA EFTIRFARANDI

30 stig Danssmíði
25 stig Stíll – þema, tónlist og búningar
15 stig Túlkun
15 stig Danstækni
15 stig Taktvísi

SKRÁNING Í AFGREIÐSLU SKÓLANS

bottom of page