top of page

L E I K L I S T

LEIKLIST

BYRJENDA- OG FRAMHALDSHÓPUR

Byrjenda hópur (CD-Leiklist)

Leiklist er frábær viðbót fyrir ALLA dansara! Þessi valtími hjálpar þér að byggja upp sjálfstraust, kynnast þeim sem eru með þér í hóp og búa til allskonar ævintýri! Leiklistin getur líka hjálpað þér að finna karakter fyrir dansana sem þú lærir í heimahópnum þínum! Þessi tími hefur slegið rækilega í gegn hjá okkur og verður alltaf vinsælli með hverri önninni sem líður.

-Farið verður í grunnvinnu leiklistar (traust, rödd, sköpunargleði og virkja ímyndunaraflið)
-Unnið mikið með spuna og að þora að taka áhættur og gera eitthvað kjánalegt.
-Unnið með hlustun, samvinnu, sköpunargleði og spunatækni

-Mikið lagt uppúr því að styrkja sjálfstraust og hópanda

Framhaldshópur (DE-Leiklist) 

Framhaldsleiklist er glænýr valtími í DansKompaní fyrir þá sem vilja grafa dýpra í leiklistinni. Unnið verður með leiktækni og æfingar meðal annars byggðar á kerfum Stanislavski, Laban og Anne Bogart.

Í valtímanum verða kannaðir textar og senur úr þekktum og óþekktum leikritum, auk þess sem unnið verður með líkamlegan spuna, raddþjálfun og leikstærð.

Nemendur munu þurfa að vinna heimanám (til dæmis lesa leikrit, læra senur eða texta utanað) til þess að tímarnir séu sem best nýttir.

Klæðnaður í tíma

- Nemendur eru í tásugrifflum, á tánum eða í sokkum

- Einlitum buxum sem hefta ekki hreyfingar

- Einlitri peysu sem hefta ekki hreyfingar

- Ef nemandi er með sítt hár þarf að taka það snyrtilega frá andliti

Þessi tími er fyrir nemendur í

D - Hópum

E - Hópum

bottom of page