Leiklist er frábær viðbót fyrir ALLA dansara! Þessi valtími hjálpar þér að byggja upp sjálfstraust, kynnast þeim sem eru með þér í hóp og búa til allskonar ævintýri! Leiklistin getur líka hjálpað þér að finna karakter fyrir dansana sem þú lærir í heimahópnum þínum! Þessi tími hefur slegið rækilega í gegn hjá okkur og verður alltaf vinsælli með hverri önninni sem líður.

-Farið verður í grunnvinnu leiklistar (traust, rödd, sköpunargleði og virkja ímyndunaraflið)
-Unnið mikið með spuna og að þora að taka áhættur og gera eitthvað kjánalegt.
-Unnið með hlustun, samvinnu, sköpunargleði og spunatækni

-Mikið lagt uppúr því að styrkja sjálfstraust og hópanda

Klæðnaður í tíma

- Nemendur eru í tásugrifflum, á tánum eða í sokkum

- Einlitum buxum sem hefta ekki hreyfingar

- Einlitri peysu sem hefta ekki hreyfingar

- Ef nemandi er með sítt hár þarf að taka það snyrtilega frá andliti

Þessi tími er fyrir nemendur í

C - Hópum

D - Hópum

​Síminn okkar er opinn

Mánudaga- fimmtudaga kl.14:30-18  

á meðan kennsla stendur yfir.

Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins.

Sími 773 7973
 

Tölvupóstur

danskompani@danskompani.is

  • Facebook - White Circle
  • YouTube - White Circle
  • Instagram - White Circle

Höfundaréttur ©2020 Dansnám slf. 

Dansnám slf. -  Brekkustíg 40  -  230 Reykjanesbær