top of page

STRÁKAHÓPAR

ByrjendaHÓPUR

DANSNÁM

STRÁKAHÓPAR

Strákahópur eru kenndur 1x í viku í 60 mín.

Strákatímarnir hafa orðið vinsælli með hverju árinu sem líður en tímarnir hafa fylgt starfi skólans að mestu frá upphafi. Mikil áhersla er lögð á liðsheild, sköpunargáfu, listfengi, og að efla sjálfstraust nemenda. 

Í dansinum er hópum venjulega ekki skipt eftir kynjum eins í mörgum íþróttum. Hinsvegar sækja fleiri stelpur dansnám en strákar og er það ástæðan fyrir því að við höfum svokallaðan Strákahóp. Þá kynnast strákar dansinum vel og hvetjum við þá svo til að taka þátt í almennu dansnámi skólans. 

Nemendum býðst að fara í svokallaða valtíma ef áhugi er fyrir að æfa oftar í viku.

Klæðnaður í tíma

- Street skór (strigaskór), ekki útiskór

- Fatnaður er frjáls svo lengi sem hann heftir ekki danshreyfingar

- Hár sett snyrtilega í teygju frá andliti

Dansárið 2022-2022 verður opið fyrir skráningu nemenda fædda 2013-2016 og 2010-2012

Dansnám í DansKompaní

Dansnám hjá DansKompaní er fyrir 2-20+ ára sem skiptist í tvær annir, haustönn frá sep-des og vorönn frá jan-maí.

 

Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara

dansnám í framtíðinni.

Hjá DansKompaní er dansgleði og metnaður í fyrirrúmi

Kynntu þér 
stundaskrána

-

Kynntu þér 
verðskrána

VERTU MEÐ OKKUR Í VETUR !

bottom of page