top of page

VORSÝNINGAR-
LEIKLIST

D1 og leiklist_12.jpg
Vorsýning 06.05.23 2433-Enhanced-NR.jpg

LEIKLIST
VORSÝNINGARLEIKLIST

Leiklist hefur verið stór partur af starfi skólans í mörg ár og er frábær viðbót fyrir alla dansara. Valtíminn á vorönn 2024 verður Vorsýningarleiklist og er tíminn eingöngu í boði fyrir nemendur skólans. 

Leiklist hefur slegið rækilega í gegn hjá okkur og verður alltaf vinsælli með hverri önninni sem líður.

Farið verður í grunnvinnu leiklistar (traust, rödd, sköpunargleði og að virkja ímyndunaraflið). Mikilvægt er að nemendur séu duglegir að læra sínar línur heima og mæta vel undirbúin í alla tíma. 

Við munum setja upp skemmtilegar senur sem tengja saman vorsýningu skólans, Kalli og súkkulaðiverksmiðjan, sem haldin er á stóra sviði Borgarleikhússins þann 4.maí.

Nemendur þurfa að mæta á allar æfingar fyrir sýningu.

Æfingar

Fastar æfingar með leiklistarhóp:

Miðvikudagurinn 10.apríl kl.15:30-16

Laugardaginn 13.apríl kl.12:30-14:30

Miðvikudagurinn 17.apríl kl.15:30-16

Laugardagurinn 20.apríl kl.12:15-16:15

Sunnudagurinn 28.apríl kl.14-17

 

Aðrar æfingar

Mæting á æfingar hjá heimahópum og valtímum

Einhverjir nemendur þurfa einnig að mæta á æfingar hjá heimahópum eða valtímum þar sem nokkur hlutverk í sýningunni eru inn í dansatriðunum. Þetta skýrist nánar þegar hlutverkin liggja fyrir.

Vorsýningarvika

Í vorsýningarviku, 28.apríl-4.maí, er ekki kennt eftir stundaskrá heldur eru samæfingar og sviðsæfingar þá vikuna. Vorsýningarleiklistin verður á þó nokkrum æfingum þá vikuna en stundaskráin verður gefin út þegar nær dregur sýningu. 

Klæðnaður í tíma

- Nemendur eru í tásugrifflum, á tánum eða í sokkum

- Einlitum buxum sem hefta ekki hreyfingar

- Einlitri peysu sem hefta ekki hreyfingar

- Ef nemandi er með sítt hár þarf að taka það snyrtilega frá andliti

Þessi tími er fyrir nemendur í

Nemendur í B1

C - Hópum

D - Hópum

E-Hópum

VERÐSKRÁ

VORSÝNINGARLEIKLIST

Vorsýningarleiklist er valtími þó svo að æfingatíminn sé aðeins öðrvísi en hjá hefðbundnum valtímum

 

VERÐ

Kr.10.900 pr.önn

Skráning er 6.-9.apríl

Skráning er bindandi

Upplýsingar um greiðsluskilmála o.fl má finna í verðskrá dansnámsins hér>>

bottom of page