top of page

LYRICAL

_MFP6590.jpg

LYRICAL

Lyrical dance, eða ljóðrænn dans er gífurlega vinsæll og er t.d. algengur dansstíll í hinum ýmsu listdanskeppnum um allan heim.

Lyrical er nokkurskonar samblanda af klassískum ballett, jass, nútímadans og jafnvel smá acro. Oftar en ekki er dansað við lög í rólegri kanntinum en dansstíllinn byggir á því að segja sögu í gegnum dans og er þ.a.l. mikil áhersla lögð á tjáningu.

Áhersla er m.a. lögð á flæði, æfingu í að taka sér pláss, tengja saman andardrátt og hreyfingar og segja sögur með dansinum. Þessir tímar eru frábærir fyrir þá sem vilja bæta danstækni sína.

 

Tímarnir fara fram á tánum og mælum við sérstaklega með þeim fyrir þá sem vilja mýkri hreyfingar og meiri tækni.


 

Vorsýning 06.05.23 325.jpg

Klæðnaður í tíma

- Nemendur er í tásugrifflum eða á tánum

- Þröngar æfingabuxur/leggins

- Þröngur bolur

- Ef nemandi er með sítt hár þarf að taka það snyrtilega frá andliti.

Vorsýning 06.05.23 291.jpg

Þessi tími er fyrir nemendur í

B - Hópum

bottom of page