top of page

ACRO

ACRO
NÝTT!
Í Acro blandast dans og fimleikar á skapandi og skemmtilegan hátt. Í þessum tímum læra þátttakendur grunnatriði í acro, svo sem handstöður, rúllur, hjól og einfaldar stökkæfingar, sem síðan eru tengd við danshreyfingar.
Lögð er áhersla á:
-
Styrk og liðleika sem nýtast bæði í dansi og daglegu lífi
-
Jafnvægi og líkamsstjórnun til að framkvæma örugglega
-
Sköpun og tjáningu þar sem fimleikaæfingar fléttast inn í dansrútínur
-
Sjálfstraust og samvinnu í gegnum æfingar
Markmiðið með tímum er að byggja upp traustan grunn í Acro, efla líkamlega færni og gefa nemendum nýjar leiðir til að tjá sig í dansi. Tíminn hentar þeim sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi, hvort sem þeir hafa reynslu af dansi, fimleikum eða hvorugu.
bottom of page