T Æ K N I

TÆKNI

Tækni er spennandi valkostur fyrir þá nemendur DansKompaní sem vilja ná lengra í dansi, ögra sér og styrkja tæknigrunn sinn.

Áherslan lögð á tækniæfingar, hringi, stökk, styrk og liðleika. Tímarnir eru byggðir upp á modern-, jazz- og balletttækni.

Þó svo að hópurinn sé opinn öllum sem skrá sig eru væntingarnar háar og því mikilvægt að nemendur séu með góðan tæknigrunn. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda hópsins um aga (mætingu, snyrtimennsku og liðsheild), nákvæmni, tækni og listfengi, auk þess sem hópurinn má eiga von á því að þurfa að æfa heima ákveðnar æfingar. 

Klæðnaður í tíma

- Nemendur eru á tánum eða í tásugrifflum.

- Svartur ballettbolur.

- Svartar eða bleikar leggins.

- Ef nemandi er með sítt hár þarf að taka það snyrtilega frá andliti.

Þessi tími er fyrir nemendur í

C - Hópum

D - Hópum

E - Hópum

​Síminn okkar er opinn

Mánudaga- fimmtudaga kl.14:30-18  

á meðan kennsla stendur yfir.

Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins.

Sími 454 0100
 

Tölvupóstur

danskompani@danskompani.is

  • Facebook - White Circle
  • YouTube - White Circle
  • Instagram - White Circle

Höfundaréttur ©2021 Dansnám slf. 

Dansnám slf. -  Brekkustíg 40  -  230 Reykjanesbær