top of page

DansLeikjanámskeið 

Júní 2022

DansLeikjanámskeið
7-10 ÁRA (ÁRGANGAR 2012-2015)

Dansleikjanámskeiðið vinsæla verður á sínum stað í júní og verður nú hægt að velja bæði heilan og hálfan dag!

 Á námskeiðinu munum við fara í listasmiðju ásamt því að vinna með liðsheild, sköpunargáfu, listfengi, sjáflstraust, söng, leiklist og dans! Við förum í leiki og lærum þekkt lög úr söngleikjum, ásamt því að gera leiklistaræfingar og læra skemmtilega og fjöruga dansa. Áhersla verður lögð á að hver og einn vaxi og auki sjálfstraust sitt.
Námskeiðið fer fram bæði innan og utandyra.

Í lok vikunnar verður lítil uppskeruhátíð og munu nemendur þá hafa sett upp atriði þar sem söngur, dans og leiklist skipa stóran sess!

Námskeiðið var mjög vinsælt í fyrra og hvetjum við því alla sem vilja taka þátt að skrá sig tímanlega!

1-3 vikna DansLeikjanámskeið

fyrir 7-10 ára krakka!

Hvar og hvenær?

Haldin verða 3 námskeið í DansKompaní eftirfarandi vikur:

7.-10.júní (skert vika, frí á annan í hvítasunnu)

13-16.júní (skert vika, frí á 17.júní)

20.-24.júní

Hægt er að velja 1, 2 eða allar 3 vikurnar, heilan dag eða bara eftir hádegi.

Hvað á barnið að hafa meðferðis á námskeiðið?

Útiföt eftir veðri

Hollt og gott nesti fyrir hádegi og kaffitíma (nema á föstudegi, þá er pöntuð pítsa í hádeginu sem er innifalin í námskeiðsgjaldi)

ATH! DansKompaní er hnetulaus skóli

Hafa meðferðis föt sem mega skemmast fyrir listasmiðju (getur þá farið málning o.fl.í  fötin þó við reynum að komast hjá því)

bottom of page