DansKompaní

Dance Camp & Sumarnámskeið

Júní 2020

SÖNGLEIKJA DANCE CAMP

7-10 ÁRA (ÁRGANGAR 2010-2013)

DansKompaní DanceCamp eru glæný og spennandi námskeið hjá okkur í júní!

Á námskeiðunum munu þátttakendur taka þátt í krefjandi og skemmtilegum æfingum ásamt því að fara í leiki, kynnast hverju öðru og læra skemmtilega dansa. Áhersla verður lögð á að hver og einn vaxi og auki sjálfstraust sitt, dansgleði, liðleika og styrk.

1-3 vikna Söngleikja DanceCamp fyrir 7-10 ára krakka!

Við munum vinna með liðsheild, sköpunargáfu, sjáflstraust, söng og dans! Á hverjum degi förum við í leiki og lærum þekkt lög úr söngleikjum, ásamt því að gera leiklistaræfingar og læra skemmtilega og fjöruga dansa! Í lok vikunnar munu nemendur hafa sett upp atriði þar sem söngur, dans og leiklist skipa stóran sess!

Hvað er Söngleikjadans?

Söngleikjadans eða Musical Theater er sá dansstíll sem við sjáum hvað mest í leiksýningum t.d. á West End og Broadway og má segja að hann sé byggður hvað mest á dansstílnum jazz.

Hvar og hvenær?

Haldin verða 3 Dance Camp eftirfarandi vikur:

8.12.júní

15.-19.júní (skert vika)

22.-26.júní

Hægt er að velja 1, 2 eða allar 3 vikurnar

SUMARNÁMSKEIÐ

7-10 ÁRA (ÁRGANGAR 2010-2013)

Sumardansnámskeið DansKompaní eru stutt, skemmtileg og góð kynning áður en vetrarstarfið hefst af fullum krafti í haust. Við bjóðum uppá 3ja vikna sumardansnámskeið þar sem nemendur æfa 2x í viku í 3 vikur

3 VIKNA SUMARNÁMSKEIÐ

100% danstímar og ekki gerð krafa um danstæknigrunn.

Við verðum með skemmtilega danstíma fyrir stráka og stelpur, þar sem kenndar verða flottar söngleikja dansrútínur!

 

Hvar og hvenær?

Námskeiðið er í 3 vikur frá 8.-26.júní

Nemendur æfa í 1 klukkustund, 2x í viku og læra skemmtilega söngleikja dansa

​Síminn okkar er opinn

Mánudaga- fimmtudaga kl.14:30-18  

á meðan kennsla stendur yfir.

Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins.

Sími 454 0100
 

Tölvupóstur

danskompani@danskompani.is

  • Facebook - White Circle
  • YouTube - White Circle
  • Instagram - White Circle

Höfundaréttur ©2021 Dansnám slf. 

Dansnám slf. -  Brekkustíg 40  -  230 Reykjanesbær