DansLeikjanámskeið 

& Sumarnámskeið

Júní 2021

DansLeikjanámskeið

7-10 ÁRA (ÁRGANGAR 2011-2014)

Vegna fjölda áskorana verður DansKompaní með DansLeikjanámskeið í sumar frá kl.9-16.

 Á námskeiðinu munum við vinna með liðsheild, sköpunargáfu, listfengi, sjáflstraust, söng, leiklist og dans! Við förum í leiki og lærum þekkt lög úr söngleikjum, ásamt því að gera leiklistaræfingar og læra skemmtilega og fjöruga dansa. Áhersla verður lögð á að hver og einn vaxi og auki sjálfstraust sitt.
Námskeiðið fer fram bæði innan og utandyra.

Í lok vikunnar verður lítil uppskeruhátíð og munu nemendur þá hafa sett upp atriði þar sem söngur, dans og leiklist skipa stóran sess!

Kakan032.jpg

1-3 vikna DansLeikjanámskeið

fyrir 7-10 ára krakka!

Hvar og hvenær?

Haldin verða 3 námskeið eftirfarandi vikur:

14.-18.júní (skert vika, frí 17.júní)

21.-25.júní

28.júní-2.júlí

Hægt er að velja 1, 2 eða allar 3 vikurnar

Hvað á barnið að hafa meðferðis á námskeiðið?

Útiföt eftir veðri

Hollt og gott nesti fyrir hádegi og kaffitíma (nema á föstudegi, þá er pöntuð pítsa í hádeginu sem er innifalin í námskeiðsgjaldi)

ATH! DansKompaní er hnetulaus skóli

Hafa meðferðis föt sem mega skemmast fyrir listasmiðju (getur þá farið málning o.fl.í  fötin þó við reynum að komast hjá því)

SUMARNÁMSKEIÐ

7-10 ÁRA (ÁRGANGAR 2011-2014)

Sumardansnámskeið DansKompaní eru stutt, skemmtileg og góð kynning áður en vetrarstarfið hefst af fullum krafti í haust. Við bjóðum uppá 3ja vikna sumardansnámskeið þar sem nemendur æfa 2x í viku í 3 vikur

Kakan009.jpg

3 VIKNA SUMARNÁMSKEIÐ

100% danstímar og ekki gerð krafa um danstæknigrunn.

Við verðum með skemmtilega danstíma fyrir stráka og stelpur, þar sem kenndar verða flottar söngleikja dansrútínur!

 

Hvar og hvenær?

Námskeiðið er í 3 vikur frá 14.júní-2.júlí

Nemendur æfa í 1 klukkustund, 2x í viku og læra skemmtilega söngleikja dansa