F-Hópar
20+ ára
DANSNÁM
F-HÓPAR
F hópur er hópur fyrir 20 ára og eldri. Tímarnir eru uppbyggðir m.v. að nemendur hafi a.m.k. smá grunn í dansi, byrjendur eru þó að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir! Hvetjum alla sem vilja koma og njóta þess að dansa einu sinni í viku í léttri og góðri stemningu að vera með okkur í vetur. Uppbygging tímans er einföld, gott þrek í upphitun og svo dansa fjölbreyttar og skemmtilegar rútínur.
Ýmsir dansstílar verða kenndir við fjölbreytta tónlist. Allir F hópar eru með 1 fastan tíma á viku en geta bætt við sig neðangreindum valtímum með E hóp ef vill.
Klæðnaður í tíma
- Æfingarfatnaður sem gott er að hreyfa sig í.
- Dansað á tánum eða í tásugrifflum
- Hár sett snyrtilega í teygju frá andliti
Dansárið 2023-2024 eru nemendur í F-hópum fæddir
árið 2003 og fyrr
Dansnám í DansKompaní
Dansnám hjá DansKompaní er fyrir 2-20+ ára sem skiptist í tvær annir, haustönn frá sep-des og vorönn frá jan-maí.
Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara
dansnám í framtíðinni.