vORNÁMSKEið

4.-23.maí 2020

DansKompaní býður nú í fyrsta sinn upp á vornámskeið þar sem allir valtímar, sem einungis eru kenndir á haust- og vorönn, verða kenndir ásamt kennslu í heimahópum.

 

Námskeiðið er sett upp fyrir nemendur sem gátu ekki klárað vorönnina þetta árið vegna ástandsins en við munum einnig leyfa nýnemum að skrá sig á námskeiðið og kynna sér þannig hvernig starf skólans virkar á stuttu námskeiði.

helstu upplýsingar

 • Nemendur verða að skrá sig, í seinasta lagi 1.maí, til að taka þátt á námskeiðinu.

 • Nemendur æfa með sínum sama heimahóp og valtímum og á vorönn 2020 með fyrirvara um lágmarksskráningu.

 • Heimahópsæfingar hjá B, C og D-hópum verða 3 klst. í viku en ekki 2 klst. eins og á vorönn.

 • Ævintýrahópur og A-hópar æfa 1x í viku ásamt aukaæfingu laugardaginn 23.maí. Sjá tímasetningu á stundaskrá

 • Valtímar verða 4 talsins og kenndir 1x í viku ásamt aukaæfingu laugardaginn 23.maí. Sjá tímasetningu á stundaskrá

 • Heimahópur og valtímar sem nemandi var skráður í á vorönn 2020 eru 
  endurgjaldslausir á vornámskeiðinu.

 • Nemendur mega bæta við sig valtíma á vornámskeiði og hvetjum við alla eindregið til þess. Aukavaltími, sem nemandi var ekki í á vorönn 2020, kostar aðeins kr.3.900 og er kennt 1x í viku ásamt aukaæfingu, samtals 4 sinnum.

 • Þeir nemendur sem vilja skrá sig í auka valtíma velja þá í skráningarforminu hér fyrir neðan. Nemandi er sjáfkrafa skráður í þá valtíma sem hann var í á vorönn og þarf því ekki að merkja við þá tíma á skráningarforminu. 

​Síminn okkar er opinn

Mánudaga- fimmtudaga kl.14:30-18  

á meðan kennsla stendur yfir.

Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins.

Sími 454 0100
 

Tölvupóstur

danskompani@danskompani.is

 • Facebook - White Circle
 • YouTube - White Circle
 • Instagram - White Circle

Höfundaréttur ©2021 Dansnám slf. 

Dansnám slf. -  Brekkustíg 40  -  230 Reykjanesbær