Vorbúðúir í Vindáshlíð 2022

1.-3.apríl

Eftir dvala seinustu 2 árinu keyrum við nú félagslífið í DansKompaní í gang með trompi

Dagana 1-3. apríl ætlum við að dansa og skemmta okkur saman í Vindáshlíð og höfum við undirbúið ótrúlega skemmtilega dagskrá fyrir helgina.

Skráning í ferðina hefst 7.mars og lýkur 21.mars og stendur öllum nemendum í C og D hópum til boða að skrá sig. Takmarkað pláss verður í ferðina og því gott að tryggja sér pláss sem fyrst.

Við erum ótrúlega spennt að geta loksins farið að keyra aftur í félagslífið með elsku dönsurunum okkar og vonumst til að fá sem flesta með okkur í Vindáshlíð.

Almennir

punktar

- Mæting í DansKompaní kl. 17:45 föstudaginn 1.apríl

 

- Rútan kemur kl.18 í  DansKompaní

- Rútan fer með okkur i Vindáshlíð í Kjós.

- Þétt dagskrá er alla helgina þar sem við þjöppum hópnum vel saman!

 

- Áætluð heimkoma á sunnudegi kl.15

 

- Ef þið þurfið að ná í okkur þá skal hringja í s.454 0100

Hlutir sem mega ekki gleymast

- Dansfatnaður til skiptana og dansskór fyrir t.d. street dance tíma

- Venjulegan fatnað

- Sápa/sjampó og handklæði.

- Svefnpoki og koddi (eða sæng og lak) og náttföt

- Almennt snyrtidót (tannbursti oþh) og nærfatnaður

- Hlý útiföt, föt eftir veðri

- Nemendur mega taka nammi,snakk og gos ef vill. Passa að gosið sé í lokaðri flösku, ekki í dósum

- Hnetulaus ferð

- Afhenda þarf kennurum lyf við brottför. Kennarar passa upp á öll lyf svo þau fari ekki óvart á flakk

Verð

Ferðin kostar kr.30.000

Innifalið:

-  Rúta til og frá Vindáshlíð
- Æðislegir tímar með frábærum kennurum

- Kvöldvökur, leikir og margt fleira
- Matur: kvöldmatur á föstudegi. Morgun- ,hádegis-, kaffi, og kvöldmatur á laugardegi. Morgunmatur og hádegismatur sunnudegi
- Gisting í tvær nætur (allir verða að muna að taka með sér, svefnpoka/sæng og lak og kodda)

Skráning

Skráning í ferðina er hafin og lýkur henni mánudaginn 21.mars en þá þarf einnig að vera búið að fullgreiða ferðina.

Þú getur skráð barnið þitt hér að neðan

Greiðið inná reikning 528-26-8891 kt.471013-2260
Skrifið nafn barns í skýringu og sendið kvittun á danskompani@danskompani.is