top of page

LEIKLISTAR-
NÁMSKEIÐ

D1 og leiklist_12.jpg
Vorsýning 06.05.23 2433-Enhanced-NR.jpg

LEIKLIST
OPIÐMSKEIÐ

Leiklist hefur verið stór partur af starfi skólans í mörg ár en hefur hingað til einungis verið boðið upp á tímann sem valtíma fyrir nemendur sem eru í dansnámi.

Vegna mikillar eftirspurnar verður nú boðið upp á opið 12 vikna leiklistarnámskeið hjá DansKompaní fyrir börn og ungmenni á aldrinum 7-15 ára. 

Hvort sem þú hefur áhuga á leiklist og leikhúsi eða vilt einfaldlega eignast nýja vini, æfa þig í að koma fram og búa til ný ævintýri, þá er leiklistarnámskeið eitthvað fyrir þig.

7-9 ára (árgangar 2014-2016)

Grunntímar í leiklist þar sem nemandur læra marga leiklistarleiki og æfingar sem að hjálpa þeim bæði að komast út fyrir þægindarrammann og halda áfram að bæta sína eigin þekkingu og færni. 

Mikil áhersla er lögð á að skapa vinalegt og skapandi umhverfi sem eflir sjálfstraust og sköpunarkraft nemenda.

10-12 ára (árgangar 2011-2013)

Í tímunum verður farið í grunnvinnu leiklistar, þ.e. traust, rödd, sköpunargleði og virkja ímyndunaraflið. Við munum vinna í að efla og virkja:

- sjálfstraust nemenda

- skapandi hugsun

- hópanda, leiðtoga- og  teymishæfileika

- ásamt því að æfa framkomu svo eitthvað sé neft.

13-15 ára (árgangar 2008-2010)

Á þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að kafa aðeins dýpra. Kannaðir verða textar og senur úr þekktum og óþekktum leikritum, auk þess sem unnið verður með líkamlegan spuna, raddþjálfun og leikstærð. Farið verður í einleik, tvíleik, senuvinnu og spuna svo eitthvað sé nefnt.

Nemendur munu þurfa að vinna heimanám (til dæmis lesa leikrit, læra senur eða texta utanað) til þess að tímarnir séu sem best nýttir.

Klæðnaður í tíma

- Nemendur eru í tásugrifflum, á tánum eða í sokkum

- Einlitum buxum sem hefta ekki hreyfingar

- Einlitri peysu sem hefta ekki hreyfingar

- Ef nemandi er með sítt hár þarf að taka það snyrtilega frá andliti

Þessi tími er fyrir nemendur í

B - Hópum (7-9 ára)

C - Hópum

D - Hópum

VERÐSKRÁ

LEIKLISTARNÁMSKEIÐ

Æfingar 1x í viku í 12 vikur, 1,5 klst. í senn

 

VERÐ

Kr.65.900 pr.önn

Nemendur sem einnig stunda dansnám við skólann fá 50% afslátt af námskeiðsgjaldi leiklistarnámskeiðisins.

Upplýsingar um greiðsluskilmála o.fl má finna í verðskrá dansnámsins hér>>

bottom of page