Jólasýning

2018

Okkar árlega jólasýning verður haldin helgina 1.-2. desember. Undanfarin ár hefur sýningin verið haldin í húsnæði skólans sem er því miður ekki hægt á nýjum stað. Sýningin verður haldin í íþóttahúsi Myllubakkaskóla. Nemendur koma inn um aðalinngang en áhorfendur fara inn hjá fótboltavellinum. Sýningartímar allra hópa komu inn á heimasíðu og facebooksíðu DansKompaní í síðustu viku :)

Við hvetjum nemendur til að fá sem flesta á sína sýningu og skal því ekki hika að bjóða foreldrum, vinum, systkinum, ömmum og öfum o.s.frv. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir áhugasama að kíkja á starfsemina hjá okkur (passið bara að kíkja á þann hóp sem hentar væntanlegum nemanda – getið bjallað í okkur fyrir nánari upplýsingar).

*Ath! Nemendur eiga að mæta 15 mín. fyrir sína sýningu.
*Ath! Nemendur í valtímum sýna á öllum sýningum í sínum aldursflokki.
*Ath! Hver sýning mun  byrja á slaginu og er því mikilvægt að allir séu mættir tímanlega.
**Ath! Reisuhópurinn myndarlegi er að safna fyrir dansferð erlendis sumarið 2019. Þau verða með sjoppu og dagatölin flottu til sölu – endilega styrkið þau 

Hér fyrir neðan má sjá búningalista fyrir hópana

​Síminn okkar er opinn

Mánudaga- fimmtudaga kl.14:30-18  

á meðan kennsla stendur yfir.

Skólinn opnar 10 mínútum fyrir fyrsta tíma dagsins.

Sími 454 0100
 

Tölvupóstur

danskompani@danskompani.is

  • Facebook - White Circle
  • YouTube - White Circle
  • Instagram - White Circle

Höfundaréttur ©2020 Dansnám slf. 

Dansnám slf. -  Brekkustíg 40  -  230 Reykjanesbær