DansKompaní
Dance Camp

Júní 2022
DANCE CAMP
14+ ÁRA (ÁRGANGAR 2008 OG ELDRI)
DansKompaní DanceCamp eru glæný og spennandi sumarnámskeið hjá okkur!
Á námskeiðunum munu þátttakendur taka þátt í krefjandi og skemmtilegum æfingum ásamt því að kynnast hverju öðru og læra skemmtilega dansa. Áhersla verður lögð á að hver og einn vaxi og auki sjálfstraust sitt, dansgleði, liðleika og styrk.
Námskeiðið er 3 vikur, fá 14.júní-2.júlí, og geta nemendur æft 3-6 klukkustundir á viku. Við bjóðum upp á tvær brautir en hver braut er kennd í 1,5 klst., 2 sinnum í viku í 3 vikur.


DanceCamp
fyrir 14+ ÁRA
COMMERCIAL BRAUT
Commercial brautin er full af fjöri og snerpu! Lögð er áhersla á styrk, snerpu og nákvæmni og munu nemendur læra krefjandi og skemmtilega Commercial dansa sem reyna bæði á heila og líkama. Unnið verður í karakter, sviðsframkomu og sjálfsöryggi ásamt því að vinna í hópi, læra um dansform og mikilvægi samheldni.
Hvað er Commercial?
Commercial hefur notið gífulegrar vinsældar um allan heim undanfarin ár en stíllinn byggir á blöndu af hinum ýmsu stílum dansheimsins. Við sjáum Commercial t.d. í tónlistarmyndböndum, tískusýningum, auglýsingum o.fl.
CONTEMPORARY BRAUT
Contemporary brautin hentar öllum metnaðarfullum og skapandi nemendum sem vilja skora á sig! Áhersla verður lögð á nútímadanstækni, sköpun, styrk og liðleika.
Nemendur sem tekið hafa þessa tíma á veturna hafa náð töluvert hraðari framförum í dansi og eru þeir frábærir fyrir þá sem vilja bæta danstækni sína.
Hvað er contemporary?
Contemporary eða nútímadans, eins og hann kallast á íslensku, er dansstíll þar sem lögð er áhersla á flæði, að æfingar taki sitt pláss, floowork (dans á gólfi), snerpu, spuna, tengja saman andardrátt og hreyfingar og segja sögur með dansinum. Nútímadansinn er einn vinsælasti valtími skólans á veturna.
Hvar og hvenær?
Tímabil 7.-24.júní
Hver braut er kennd í 1,5 klst. 2x í viku í 3 vikur. Hægt að velja 1-2 brautir
